Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!

laugardagur, desember 23, 2006

Æsland

Hlakkaði mikið til að koma til Íslands í jólafrí en spennan fór hratt niður eftir að ég mætti hingað. Hér er bara allt kreisí. Kreisí veður, kreisí djamm á fimmtudegi, kreisí þynnka, kreisí fólk að skemmta sér og kreisí reykmökkur á skemmtistöðum. Og á eftir, kreisí skata...
:: posted by Daniel, 10:39 f.h. | 2 comments |

mánudagur, desember 18, 2006

Skoskir karlmenn eru sko alls engar gungur

Ég hélt alltaf að íslenskir karlmenn væru svaka harðir naglar, þeir hörðustu...nema auðvitað Mr. T og Rambo. Trúði alveg flestu sem Stuðmenn sungu um í laginu góða. Hef núna komist að því að íslenskir karlmenn eiga ekki roð í þá skosku.

Úti er 2 stiga frost, skítakuldi. Ég ferðast um aldúðaður með vettlinga trefil og húfu...og samt er mér kalt. Þessi kuldi bítur sko ekkert á skotana, þeir ganga bara um á stuttermabol eins og ekkert sé. Skokka um borgina í stuttbuxum (þessum stuttu með klauf í hliðunum) og hlýrabol. Og ekkert í fari þeirra gefur til kynna að þeim sé kalt, ekki eitt svipbrigði....þetta eru sko naglar.

Reynar mætti segja sömu sögu af skosku skvísunum, þær eru bara í pjásupilsum og á hlýrabol. Reyndar má stöku sinnum sjá á þeim að þær eru að frjósa, en það virðist ekki vera aðal málið, heldur að berir fót- og handleggir fái að njóta sín í skammdeginu.

Núna trúi ég engu sem Stuðmenn syngja um. Farinn að hlusta á Proclaimers.
:: posted by Daniel, 7:20 e.h. | 0 comments |

sunnudagur, desember 17, 2006

Heimsóknin

Krissi félagi var í heimsókn hjá mér síðustu helgi. Fínt að fá kauða í heimsókn, nema þegar hann fór að haga sér eins og lítill frekur krakki. Hann heimtaði m.a. alltaf að horfa á skrípó meðan hann át morgunmat og eftir eitt glas af gluvæn á jólamarkaðun heimtaði hann að fá að prófa öll tækin. Hér má sjá hann í rólunni og rennibrautinni.





Annars hagaði hann sér bara nokkuð vel og má segja að hann sé flestum húsum hæfur. Svo er líka gaman að versla jólafjafir með einhverjum öðrum ef maður fær sér bjór nógu oft. Hér að neðan má svo sjá Hlín og Krissa ansi hress að vanda á írskum pöbb.




:: posted by Daniel, 10:00 e.h. | 1 comments |

djúsí storí

Gracemount HC, handboltaliðið mitt átti leik um daginn við Falkirk. Leikurinn fór fram í úthverfi Glasgow, Tryst. Ákveðið var að leigja rútu fyrir liðið til þess að ferðast á áfangastað. Við hittumst í Gracemount íþróttahöllinni (sem við æfum þó ekki í af því að það er svo dýrt). Meðan við biðum eftir að mannskapurinn mætti ákáðu hinn pólski Marcian og franski Kevin að rölta út í sjoppu og versla sér nesti fyrir daginn.
Kevin kemur til baka með 1,5 lítra djúsflösku, alsæll og bendir okkur á að hann eigi eftir að vera frábær í leiknum af því að djúsinn sé fullur af vítamínum. Í rútunni á leiðinni kemst fátt að hjá Kevin annað en þessi blessaða djúsflaska. Hann fær flesta til að smakka en fæstum þótti eitthvað varið í þetta. Þegar hann er rúmlega hálfnaður með flöskuna fær hann loks einn skotann, Marc, til að prófa. Um leið og Marc kyngir sopanum grettir hann sig og lítur á flöskuna, hlær og segir við Kevin "þú veist að þetta er djúþykkni er það ekki". Stuttu seinna áttaði Kevin sig hversvegna honum leið einkennilega í maganum...við hlógum restina af leiðinni til Tryst en aumingja frakkinn gat lítið í leiknum.
:: posted by Daniel, 9:03 e.h. | 0 comments |

Jólablogg

Búinn með allt jóla fyrir þessi jól. Af hverju ætli maður kalli ósköp venjulega hluti, hluti sem maður gerir allt árið, jóla-eitthvað? Eru þeir svona frábrugðnir hina mánuðina?:

Ok ég er kannski ekki búinn að redda þessu öllu en sumu.

Ég fer sko ekki í jólaköttinn þetta árið, Ha mamma!

:: posted by Daniel, 12:20 f.h. | 1 comments |

laugardagur, desember 16, 2006

Ég heiti Daníel og ég er snúsari

Snúsið á símanum mínum er að valda mér vandræðum. Ég snúsa yfirleitt í klukkutíma á hverjum morgni, ég er meira að segja farinn að stilla klukkuna fyrr til þess að geta snúsað lengur...

Þegar maður þarf ekki að mæti í tíma eða hópavinnu er eini hvatinn fyrir að fara á fætur sá að drífa sig fram í stofu til þess að læra sem er, ykkur að segja, er ekkert sérstaklega hvetjandi. Sérstaklega þar sem að það er tæpur mánuður í tvö próf þá finnur maður engan vegin fyrir þeirri pressu sem þarf til þess að læra frá morgni langt fram á kvöld.

Hvað er það eiginlega sem maður sér við næstu 5 mínútur þegar maður er hálfsofandi á morgnanna, eins og ekkert sé betra en að nýta þær til þess að sofa lengur, að það gjörsamlega bjargi deginum?
:: posted by Daniel, 6:17 e.h. | 1 comments |

sunnudagur, desember 10, 2006

Indíánajól

Skotar virðast ekkert endilega þurfa jólalög til þess að komast í jólaskapið. Þegar ég var að versla á Bjúkanan stræti í Glasgow í gær heyrði ég tónlist neðar í götunni og ákvað að líta betur á...þá voru ekki jólasveinar, álfar eða snjókallar að spila jólalög heldur indíánar í fullum skrúða með tilheyrandi öskrum og ópum, berjandi skinn á trommum. Og ég sem vissi ekki að indíánar héldu jól.

Í gærkvöldi fóru ég, Krissi og Stebbi á þýska jólamarkaðinn við Princes Street. Þar voru þýskir sígaunar að selja ýmsan varning, meðal annars gluvæn. Engin jólatónlist var spiluð á markaðnum heldur mátti heyra þýskt tekknópopp á stöku bás þar sem Þjóðverjar dilluðu sér í takt.

Til þess að mæta þessum skort á jólatónlist má á mínu heimili heyra í nýútgefnum jóladisk Baggalúts. Fékk hann í innflutningsgjöf frá Kriss, áritaðan af hjlómsveitinni...fínasta smíð alveg.
:: posted by Daniel, 11:44 f.h. | 1 comments |

Frábær ferð til Glasgow

Við í Gracemount Edinburgh Handball Club áttum að keppa í gær í miðbæ Glasgow. Ég fékk að mæta seinna en hinir í liðinu vegna gestagangs, jebb Krissimo skellti sér til mín yfir helgina. Ég ákvað að taka lestina frekar tímanlega, örlítið fyrr heldur en ég hafði sagt þjálfaranum. Þegar ég er kominn hálfa leið fæ ég símtal frá þjálfa, hann tilkynnir mér að hitt liðið muni ekki mæta til leiks og spyr svo hvort ég sé nokkuð lagður af stað í lestinni...

Þegar ég hitti liðið í íþróttahöllinni kemur í ljós að við fáum kannski að keppa æfingaleik í staðinn við varamennina í liðinu sem var að keppa á undan okku...frábært. Þar af leiðandi þurfti ég að bíða í klukkutíma, til þess að komast að því að þeir vildu ekki spila æfingaleik við okkur. Á þessum tímapunkti var ég orðinn létt pirraður þar sem að ég hafði sent Krissa einan á fótboltaleik í Edinborg sem ég átti sjálfur miða á en það var orðið of seint að ná leiknum. Það eina jákvæða var að ég fæ farið endurgreitt og mér tókst að versla tvær jólagjafir í leiðinni...only ten to go.
:: posted by Daniel, 11:33 f.h. | 0 comments |

fimmtudagur, desember 07, 2006

Verkefnaskil

Sit heima í fína skrifborðsstólnum...útúr myglaður ásamt Hlínsu og Stebba.
Ákvað að vaka frekar í nótt til þess að klára verkefni sem ég á að skila á föstudag, sé ekki eftir því núna þar sem ég er búinn. Gaman að gera ritgerð þar sem kennarinn var spurður að því hversu löng hún ætti að vera og hann svaraði "uh, nothing to crazy" þannig að maður hefur enga tilfinningu fyrir því hversu löng eða nákvæm hún á að vera.

Búinn með 3 kaffibolla, sá síðasti var svo sterkur að ég gat nánast borðað hann með gaffli. Líka búinn með 2 kókdósir. Auk þess fengum við okkur indverskan mat í kvöldmat sem hefur orsakað mikið prump. Þú getur rétt ímyndað þér stemminguna...

Til þess að ná koffínskjálftanum úr mér sötra ég núna bjór í þeirri von að ég geti sofnað innan skamms (er þó fullur efa).

En á morgun skila ég semsagt 4 verkefnum og drekk mig líklega fullan. Maður hlýtur að geta leyft sér það þrátt fyrir próf í janúar.

Skál í botn

updeit: Tölvan hennar Hínsu fékk vírus og krassaði klukkan hálf sjö í morgun. Tölvan sem geymir þrjú verkefni sem hún á að skila á morgun...og bara tvö þeirra eru til hálfkláruð á tölvupósti...
:: posted by Daniel, 4:57 f.h. | 2 comments |

þriðjudagur, desember 05, 2006

Greyid litli Indverjinn

Var ad skila verkefni i gaer sem fol i ser ad haldnar voru kappraedur um umdeild orkumalefni og hver hopur var med 3stk. 5min langar raedur. Tveir og tveir hopar maettu saman. Minn hopur hof leikinn og gekk allt smurt fyrir sig. Sidan hof hinn hopurinn sinar raedur og gekk allt vel nema sidasta raedan. Hun var flutt af adurnefndum Indverja sem er nanast oskiljanlegur. Thegar hann maetti i pontu sast vel a honum ad hann var mjog stressadur. Thratt fyrir thad akvad hann ad hafa blodin ekki beint fyrir framan sig eins og allir hofdu gert heldur bara til hlidar, helt liklega ad readur vaeru yfirleitt fluttar eftir minni. Hann hof upp raust sina og taladi hradar en eg helt ad vaeri haegt, ordin runnu oll saman i eitt og ekki baetti indverski hreymurinn ur skak. Eftir c.a. eina minutu tha fraus hann, mundi ekki hvar hann var i raedunni. Tvi thurfti hann ad taka upp blodin og fletta i theim til thess ad na attum. Loks fann hann hvar hann var og helt afram af enn meira akafa, tok ser ekki pasu til ad anda a milli setninga. Eftir thvi sem leid a flutning raedunnar stressadist hann alltaf meira og meira og taladi hradar og hradar...eg gjorsamlega skyldi ekki neitt en atti ad vera ad taka nidur punkta fyrir minn hop. Thegar greyid litli indverjinn lauk mali sinnu andvarpadi hann, leit upp og brosti og spurdi hvort vid hefdum einhverjar spurningar. Enginn spurdi neitt, tvi ad enginn hafdi skilid neitt. Hvernig fer hann ad tvi ad flytja lokaverkefnid sitt?

Thad sem eg skil ekki er af hverju tveir felagar hans i hopnum letu hann tala a medan their tala badir fina ensku.

Tad besta en jafnframt furdulegasta er ad thad var enginn kennari a svaedinu ad meta fluttninginn, vid verdum bara metin af raedunum sem vid skilum inn, spurningum sem vid fengum og hvernig vid svorudum theim...
:: posted by Daniel, 6:09 e.h. | 3 comments |

sunnudagur, desember 03, 2006

NEDS

NED er skilgreining á ákveðnum samfélagshóp sem hefur orðið sífellt meira áberandi undanfarin ár. NED stendur fyrir Non-Educated Delinquent sem myndi líklega þýðast sem ómenntaðir smá-afbrotamenn.Það er aðallega þrennt sem einkennir þennan hóp, klæðaburður, óskiljanlegur talsmáti og ofbeldi.

Klæðaburður sem samanstendur yfirleitt af íþróttabuxum, helst hvítum, derhúfu með Burberry mynstri og hettupeysu, gjarnan hvít. Annars eru fín vörumerki af öllu tagi einnig vinsæl á skóm, peysum og húfum.

Talsmátinn sem einkennir Neddana er ekkert sérstaklega líkur ensku. T.d. þýðir howfin' það sama og stinking, sheepshaggers að þú sért frá N-Skotlandi, "whit you dae'n?" það sama og "what are you doing" og "gie it big licks" það sama og "do something vigorously". Upphálds persónan mín sem tilheyrir þessum hópi er þessi hér.

Oft ganga Neddararnir vopnaðir hnífum og hnúajárnum og nokkuð algengt er að þeir ráðist sem hópur á blásaklausa einstaklinga, því að yfirleitt eru þeir of aumir til þess að ráðast einn á móti einum. Einnig er mikið um hótanir og hrækingar. Undirritaður ferðast mikið með strætó og varð nýlega vitni að því þegar tveir félagar hótuðu því að berja unga konu sem var með barnið sitt með sér á milli þess sem þeir börðu og spörkuðu í rúður strætisvagnsins, það sem hindraði þá frá beinni árás var hversu ákveðin konana var að svara þeim fullum hálsi, því þá urðu þeir hræddir. Einnig hefur undirritaður nokkrum sinnum orðið vitni að skemmdarverkum í strætó af völdum þessara einstaklinga og virðist vera sem þeim finnist afar gaman að hrækja innandyra.

Ef þig langar að fræðast meira um þennan samfélagshóp mæli ég með því að þú gúgglir leitarorðið NED eða NEDS.

Takk fyrir í dag. Í næsta þætti verður fjallað um afleiðingar útrýmingar Columba livia eða steindúfunnar á annað lífríki í Pentland þjóðgarðinum í Skotlandi.
:: posted by Daniel, 7:49 e.h. | 0 comments |