Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!

þriðjudagur, október 17, 2006

Rugby

Eftir eina misheppnaða tilraun á þriðjudagskvöldinu til þess að fara á rugby æfingu fékk ég símtal frá lestarkauða tveim dögum síðar og bað hann mig endilega að kíkja á æfingu um kvöldið. Örlítil pest hafði verið að plaga mig undanfarna daga en þar sem ég var orðin eitthvað skárri ákvað ég að láta slag standa, auk þess gæti ég notað það sem afsökun til þess að horfa á ef mér litist ekkert á þetta.

Með smá hnút, nei ok, með risa hnút í maga gerði ég mig kláran og tók strætó niður í bæ, ætlaði að treysta á að þriðjudagsófarirnar myndu ekki endurtaka sig og að rétti strætóinn myndi koma tímanlega í þetta skiptið...það gerðist ekki. Ég endaði á að taka leigubíl.

Leigubílsstjórinn keyrði mig á Rugby center í Inverleith garði. Ég stökk yfir götuna og inn um hliðið. Fyrir mér blasti upplýstur rugby völlur og æfing í gangi. Ég gekk framhjá klúbbhúsinu þar sem eldri maður á hækjum tók á móti mér og spurði hvort ég gæti spilað á laugardaginn, ég svaraði neitandi og fór að horfa á æfinguna. Leikurinn sem var í gangi var touch rugby, þar sem leikurinn stöðvast um leið og sá sem er með boltann er snertur. Benoit, franskur félagi minn hafði kennt mér þennan leik á Bolungarvík, daginn fyrir brúðkaup Katrínar & Steinars. Fullur af öryggi hugsaði ég með mér "af hverju var ég svona stressaður, þessi leikur er pís of keik, engin slysahætta". Þegar klukkan nálgaðist 7 (þá átti æfingin að byrja) ákvað ég að hringja í rekrúterinn úr lestinni til þess að tryggja að ég væri á réttum stað. Eftir smá þóf í símanum þar sem ég hafði tilkynnti honum að ég væri staddur í Invernes (sem er bær einhversstaðar í Skotlandi, langt frá Edingborg) en ekki Inverleith þá bauðst hann til að sækja mig þar sem þeirra völlur væri rétt hjá. Þegar gaurinn mætti sagði hann mér að þetta lið gæti ekki neitt, skíttöpuðu alltaf fyrir hans liði, liðinu sem ég var á leiðinni á æfingu hjá...
...Þegar við komum að vellinum blasti ALLT önnur sýn við heldur en á fyrri vellinum, enginn touch rugby í gangi, Ó nei. Æfingin var byrjuð og 30 tröllvaxnir menn voru öskrandi og veltandi sér um í drullusvaði, skutlandi sér fram og til baka. Ríkrúterinn kynnti mig fyrir aðstoðarþjálfaranum og sagði honum að hann hefði rétt bjargað mér frá hinu liðinu. Aðstoðarþjálfarinn hló og kynnti mér fyrir æfingunni sem var í gangi;
"sko, þú ferð bara í röðina og þegar kemur að þér þá leggstu á magann, öskrar til að gefa merki um að hinir eigi að fara af stað og hleypur áfram og skutlar svo þér á súluna eins og þú sért að tækla leikmann, svo drífurðu þig til baka og tæklar svo næstu súlu o.s.frv., ókey?" Ég svaraði um að að ég skyldi reyna (þess ber að geta að þetta var í algjöru drullubaði og ég var gjörsamlega kaldur, fékk engan séns á að hita upp).

Loks kom að mér!

Hálfskelkaður skellti ég mér á magann og leit upp á aðstoðarþjálfarann. Spenntur leit hann á móti og kinkaði kolli. Ég gargaði eitthvað út í loftið og spratt á fætur og hljóp eins hratt og ég gat að þessari kassalaga súlu, þegar ég nálgaðist hallaði ég mér fram og fleygði mér út í loftið og lét hægri öxlina lenda á helv. súlunni sem valt um koll um leið. Sekúndubroti síðar lá ég í drullunni með aðra höndina á apparatinu. Sigri hrósandi brosti ég innra með mér...en gamanið varði stutt, aðstoðarþjálfarinn rak mig á fætur og sagði mér að drífa mig aftur á bak og endurtaka leikinn á næstu súlu og svo 3 í viðbót...

eftir fyrstu umferðina var ég örmagna, náði hreinlega ekki að anda nógu hratt vegna skorts á upphitun. Þessa æfingur fékk ég að endurtaka þrisvar í viðbót, að mig minnir. Gjörsamlega löðrandi í kaldri drullu hlustaði ég á þjálfarann skipa okkur í tvo hópa, vörn og sókn. Ég var settur í sóknarhópinn sem fór að æfa einhver innköst. Meðan hann útskýrði æfinguna fór öll mín einbeiting í að skilja hann. Gaurinn var með gjörsamlega óskiljanlegan skoskan hreim. Það litla sem ég skildi var 4, 5 og 8 og svo 732-double-5 slash???
Æfingin byrjaði, allir stóðu í beinni röð og gaurinn á endanum gerði sig kláran í að taka innkast, um leið tóku tveir sig til og lyftu öðrum gaur upp í loftið til þess að grípa boltann...hvur fjandinn var í gangi eiginlega, afhverju gaf hann ekki bara á þann sem var næst honum?
Næsti hálftími fór í það að æfa ýmsar útfærslur af þessum innköstum of lyftum. Loks kom að því sem ég óttaðist, þjálfarinn vildi að ég myndi lyfta næst! Útskýringin sem ég fékk var "taktu bara vel um rassin á honum og lyftu". Ég kinnkaði kolli frekar skelkaður. Einn gaurinn skaut á mig "það er best að setja þumlana nánast í boruna áður en þú lyftir!". Ég ákvað að taka ekki ráði hans. Sem betur fer tókst lyftan án þess að slasa neinn.
Restin af æfingunni er í móðu, vissi eiginlega aldrei almennilega hvað var í gangi, fylgdi bara næsta manni eða gerði það sem mér var sagt. Fékk samt góð ráð frá liðsfélögunum af og til. Í lokin var mér boðið að spila með þeim laugardaginn eftir, ég hafði sem betur fer gilda afsökun, "Ég verð í útlöndum í viku", "Ok, þá máttu fara". Ég hélt að klefanum ásamt nokkrum öðrum sem ekki gátu spilað. Ég dreif mig í upp í næsta strætó, vildi ekki fara í sturtu með gaurnum sem gaf mér boruráðið. Þurfti reyndar að fara í sjoppu fyrst til þess að fá poka undir skóna sem sáust ekki fyrir drullu. Fékk nokkur skrítin augnráð í strætó, enda drullu skítugur alveg. Þegar ég leit í spegil heima var andlitið kolsvart af mold.

Ég held að þrátt fyrir allt hafi ég skemmt mér ágætlega. Einig virtist vera fullt af fínum gaurum í liðnu sem gætu kennt manni nánar á skoska menningu...jafnvel að ég skelli mér aftur þegar ég kem heim, eftir viku.
:: posted by Daniel, 12:17 f.h. | 7 comments |

mánudagur, október 09, 2006

Crime City

Skellti mer a laugardaginn var asamt skolafelogunum Hlinsu og Stebba til Glaepaborgarinnar miklu, sjalfrar Glasgow. Med hjartad i buxunum tokum vid lestina til Queen Street Station. Vid okkur tok eymd og volaedi, betlarar allsstadar og skothvellir og nokkurra minutu fresti og stodugt sirenuvael.

Vid byrjudum daginn a tvi ad versla notadar flikur og gleapatonlist. Thegar bjorthorstinn for ad segja til sin reyndum vid ad setjast inn a naestu kra. Thad atti eftir ad reynast vandasamasta verkefni dagsins, vid hittum nefnilega a sama dag og landsleikur Skota vid Frakka for fram, baerinn var gjorsamlega fullur. Vid fengum loks saeti a tapasbar. Vid pontudum bjor og einhverja Paellu (sem atti ad innihalda kjot og graenmet) en fengum bara eitthvad mango og paprikusull. Audvitad bentum vid tjoninum kurteisislega a tetta en fengum bara hraku og skitkast til baka. Loks kom yfirmadur a svaedid og fyllti bordid af braudi, olivum og bjorkonnum og kom svo med kjotpaelluna.
Eftir matinn var akvedid ad finna kra tar sem vid gaetum horft a leikinn med ol i hond. Tad reyndist gjorsamlega vonlaust, allir stadir voru gjorsamlega stappadir svo ad vid saettum okkur bara vid ad drekka bjor.

I lestinni a leidinni heim settist fullordin madur hja okkur. Hann reyndist vera umbodsmadur fyrir rugby lid herna i Edinborg. Vid attum gott spjall vid kauda sem endadi a tvi ad eg lofadi ad maeta a rugby aefingu og gaf honum upp simanumerid mitt...gaurinn var sjalfur tannlaus eftir ad hafa spilad rugby!!!
:: posted by Daniel, 8:08 e.h. | 5 comments |

þriðjudagur, október 03, 2006

Edinborg: Log 0001

Mættur til Edin, reyndar alveg vika og 4 dagar sidan. Otrulegt hvad margt getur gerst a einni viku og 4 døgum. Nenni ekki ad segja fra øllu (ømurlegt ad skrifa a enskt lyklabord med norskri leturgerd).

Hefur gengid frekar hægt ad adlagast breskru lifi, er varla kominn med bankareikning og fae ekki net ne sima fyrr en i novembermanudi. Lengi ad medtaka utlendingana blessadir, halda allir ad madur se med falsad heimilisfang. Af hverju ætti eg ad gefa upp falskt heimilisfang og lata senda debedkortid mitt og pin-numer thangad.
En felagslega hlidin hefur gengid hradar, pøbbinn tekinn nokkur kvøld i viku, reyndar i felagsskap Islendinga. Skelltum okkur a diskotek i skolanum thar sem folk atti ad mæta i skolabuningnum ellegar sitja eftir (ekki spyrja). Vid mættum ad sjalfsøgdu i skolabuningnum fra Haskola Islands. Stemmingin var ekki olik thvi sem madur ser i Bandariskum skolamyndum, enda ekki vid ødru ad buast thegar 18 ara krøkkum (jebb, thau byrja 18 ara i haskola herna) er hleypt ad heiman til thess ad bua a heimavist a sama tima og thau mega byrja ad drekka. Vid 25 ara folkid forum snemma heim.
Annars er pøbbastemmingin herna snilld og thad ser enginn neitt athugavert vid thad ad madur se fullur klukkan fjøgur a føstudegi. Eda fai ser bjor alla virka daga (thad audveldar lika malid ef madur er bara i skolanum 3 daga i viku og maetir a hadegi thessa 3 daga)! Thad var meira ad segja bodid upp a bjor i hadeginu fyrsta skoladaginn.

Heija Norge meight
:: posted by Daniel, 1:53 e.h. | 2 comments |