Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!

laugardagur, desember 16, 2006

Ég heiti Daníel og ég er snúsari

Snúsið á símanum mínum er að valda mér vandræðum. Ég snúsa yfirleitt í klukkutíma á hverjum morgni, ég er meira að segja farinn að stilla klukkuna fyrr til þess að geta snúsað lengur...

Þegar maður þarf ekki að mæti í tíma eða hópavinnu er eini hvatinn fyrir að fara á fætur sá að drífa sig fram í stofu til þess að læra sem er, ykkur að segja, er ekkert sérstaklega hvetjandi. Sérstaklega þar sem að það er tæpur mánuður í tvö próf þá finnur maður engan vegin fyrir þeirri pressu sem þarf til þess að læra frá morgni langt fram á kvöld.

Hvað er það eiginlega sem maður sér við næstu 5 mínútur þegar maður er hálfsofandi á morgnanna, eins og ekkert sé betra en að nýta þær til þess að sofa lengur, að það gjörsamlega bjargi deginum?
:: posted by Daniel, 6:17 e.h.

1 Comments:

ég er hætt að plata mig með snúsi, sef því yfirleitt fram að hádegi... :S
Blogger Katrin, at 7:02 e.h.  

Add a comment