Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!

sunnudagur, desember 10, 2006

Frábær ferð til Glasgow

Við í Gracemount Edinburgh Handball Club áttum að keppa í gær í miðbæ Glasgow. Ég fékk að mæta seinna en hinir í liðinu vegna gestagangs, jebb Krissimo skellti sér til mín yfir helgina. Ég ákvað að taka lestina frekar tímanlega, örlítið fyrr heldur en ég hafði sagt þjálfaranum. Þegar ég er kominn hálfa leið fæ ég símtal frá þjálfa, hann tilkynnir mér að hitt liðið muni ekki mæta til leiks og spyr svo hvort ég sé nokkuð lagður af stað í lestinni...

Þegar ég hitti liðið í íþróttahöllinni kemur í ljós að við fáum kannski að keppa æfingaleik í staðinn við varamennina í liðinu sem var að keppa á undan okku...frábært. Þar af leiðandi þurfti ég að bíða í klukkutíma, til þess að komast að því að þeir vildu ekki spila æfingaleik við okkur. Á þessum tímapunkti var ég orðinn létt pirraður þar sem að ég hafði sent Krissa einan á fótboltaleik í Edinborg sem ég átti sjálfur miða á en það var orðið of seint að ná leiknum. Það eina jákvæða var að ég fæ farið endurgreitt og mér tókst að versla tvær jólagjafir í leiðinni...only ten to go.
:: posted by Daniel, 11:33 f.h.

0 Comments:

Add a comment