Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!

fimmtudagur, júní 22, 2006

WC

Hef lítið náð að fylgjast með HM. Vinnan þarf víst að hafa forgang (búú). Það litla sem ég hef séð hef ég horft á á bresku stöðvunum BBC og iTV. Verð að segja að þeir þulir sem lýsa leikjunum á þessum stöðvum eru algjörir fagmenn. Þá er ég ekki að meina að þeir séu svo faglegir, sem má vel vera, heldur eru þeir bara svo nettir.

Líklega líkar mér svona vel við þá af því að mér líkar vel bresk kímnigáfa. Og bresk kímnigáfa er kaldhæðin...
...sem er gott.

Fyldist með Brössum slátra Japönum áðan. Ágætis leikur, Brassa með svo gott töts eitthvað. En það besta við leikinn voru fagmennirnir sem lýstu leiknum. Töluðu mikið um megrunina hans Ronaldos og endursýndu óspart þegar hann gerði mistök, nennti ekki að hlaupa eða sýndu hversu hægt hann hleypur, m.a. vegna offitu.
Ronaldo kallinum til hróss þá skoraði hann nú tvö mörk og setti nafn sitt á spjöld sögunnar . Þulirnir voru samt eiginlega mest hissa á því að hann hafi náð að hoppa alla leið upp í boltann þegar hann skoraði fyrra markið sitt!
:: posted by Daniel, 9:28 e.h. | 2 comments |

mánudagur, júní 19, 2006

Eins og Gasella?



Stærðfræðiklúbburinn skellti sér í eitt alsherjar ród tripp til Bolungavíkur um helgina. Ástæðan var brúðkaup tveggja klúbbmeðlima. Ferðin var hin ágætasta og brúðkaupið hin mesta skemmtun. Alger snilld alveg. Þar sem myndir segja meira en mörg orð bendi ég áhugasömum á myndasíðuna mína ef þeir vilja grenslast meira um hvað gekk á. Það er tengill á hana hérna vinstra megin.



Langar einnig að nota tækifærið og óska nýjum hjónum til hamingju.

Horfði á landsleikinn í gærkvöldi. Snilldarleikur. Verð samt að minnast á hlut íþróttafréttamanna á RÚV. Í svona spennuleikjum skín það best í gegn hversu lélegir fréttamenn þeir eru og hve lítið þeir vita um sumar íþróttir (handbolta í þessu tilviki). Þeir missa sig í tilfinningum og hafa enga hugmynd um hvað þeir eru að segja. Hafði samt gaman að því eftir eitt hraðaupphlaups mark Guðjóns Vals þegar Adolf Ingi sagði hann hlaupa eins og gasella. Gasella? Af hverju gasella? Ef ég væri að líkja honum við eitthvað sem fer hratt væri gasella ekki það fyrsta sem kæmi í hugann, kannski píla eða elding, ekki gasella.
:: posted by Daniel, 9:32 e.h. | 1 comments |