Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!
mánudagur, júní 19, 2006
Eins og Gasella?
Stærðfræðiklúbburinn skellti sér í eitt alsherjar ród tripp til Bolungavíkur um helgina. Ástæðan var brúðkaup tveggja klúbbmeðlima. Ferðin var hin ágætasta og brúðkaupið hin mesta skemmtun. Alger snilld alveg. Þar sem myndir segja meira en mörg orð bendi ég áhugasömum á myndasíðuna mína ef þeir vilja grenslast meira um hvað gekk á. Það er tengill á hana hérna vinstra megin.
Langar einnig að nota tækifærið og óska nýjum hjónum til hamingju.
Horfði á landsleikinn í gærkvöldi. Snilldarleikur. Verð samt að minnast á hlut íþróttafréttamanna á RÚV. Í svona spennuleikjum skín það best í gegn hversu lélegir fréttamenn þeir eru og hve lítið þeir vita um sumar íþróttir (handbolta í þessu tilviki). Þeir missa sig í tilfinningum og hafa enga hugmynd um hvað þeir eru að segja. Hafði samt gaman að því eftir eitt hraðaupphlaups mark Guðjóns Vals þegar Adolf Ingi sagði hann hlaupa eins og gasella. Gasella? Af hverju gasella? Ef ég væri að líkja honum við eitthvað sem fer hratt væri gasella ekki það fyrsta sem kæmi í hugann, kannski píla eða elding, ekki gasella.
:: posted by Daniel, 9:32 e.h.
1 Comments:
Takk fyrir frábæra helgi. Hló mig máttlausa af sumum myndunum;)