Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Saurgað Bókasafn

Í hjarta Edinborgar er aldagamalt virðulegt bókasafn, Central Library á George IV Bridge. Það fyrsta sem maður fær á tilfinninguna þegar maður gengur inn í lessalinn á efstu hæð er að í gegnum tíðina hafi margir virtir fræðimenn eytt sínum tíma við lestur og rannsóknir.
Á bókasafninu eru mjög strangar reglur sem starfsmenn sjá til þess að sé fylgt. T.d. er fólk umsvifalust vikið út ef það sést með mat eða drykk á svæðinu og það tekur dágóðan tíma að skrá sig ef maður ætlar að fá aðgang að tölvu. Mikill friður ríkir í lessalnum og skapast góð stemming til að læra án nokkurra truflanna.

Hinsvegar á safnið sína slæmu daga. Slíkur dagur var síðasti mánudagur.

Eftir að hafa komið mér vel fyrir og fyrstu orðin voru farin að myndast í verkefninu mínu gerðust heldur betur tíðindi. Ung kona fékk sér sæti fyrir framan mig með nokkur dagblöð sem hún hafði tekið úr einum rekkanum. Að henni kemur eldri borgari í tweed jakka, sem augljóslega hefur eytt miklum tíma við lestur á safninu. Eldri maðurinn rauf þögnina og kvæsir á konuna, segir að hún megi ekkert taka öll blöðin. Konan roðnar og verður hin vandræðalegasta, stendur upp og gengur aftar í salinn þar sem hún hyggst halda áfram að lesa. Sá gamli eltir hana og kallar á eftir henni að skila blöðunum. Við þetta hófst eltingaleikur um salinn þar til að konan sest niður og byrjar að lesa. Þá rífur þessi í tweed jakkanum eitt blaðið af henni, sest fyrir framan hana og rennir hratt í gegnum blaðið. Stuttu síðar komst friður aftur í salinn.

Eftir gott gengi í lærdómnum yfir daginn þarf ég að létta af mér. Ég rölti niður 6 hæðir, niður í kjallara þar sem salernin eru. Á karlaklósettinu eru tvö klósett. Annað var out of order. Ég opna hurðina á hinu og við mér blasti eitt það ógeðslegasta sem ég hef orðið vitni að. Eitthvað sem ég verð aldrei samur efti að hafa upplifað. Veggurinn vinstra megin við klósettið og aftasti hluti setunnar, sem var lokuð, voru þakin saur sem lak niður á gólf. Ég barðist við að halda ælunni niðri, og það tóks við tilhugsunina um að ég þyrfti að setja hana í þetta klósett ef ég ætlaði ekki að æla á gólfið. Stuttu síðar frétti ég að karlaklósettið væri lokað.

Ég er búinn að vera í daglegri sálfræðimeðferð, en á enn mjög erfitt með svefn...en ég á eftir að koma mér í gegnum þetta.

Ég hef ekki farið aftur á bókasafnið að læra.
:: posted by Daniel, 1:33 e.h.

1 Comments:

heldurðu að gamli kallinn hafi orðið svo æstur út af þessu blaðamáli að hann hafi einfaldlega misst saur?


ps. fannst þér hann kannski geisla af kynþokka líka?
Blogger ..., at 3:55 e.h.  

Add a comment