Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!

miðvikudagur, apríl 18, 2007

Slysið

Á leið minni heim af æfingu í gærkvöldi skipti ég um vagn á Princes Street. Á meðan ég beið ásamt Jakobi, pólska markmanninum í liðinu, kom ung kona á tvítugsaldri að mér og ég tók eftir því að önnur hendin á henni var ekki í erminni á síðu úlpunni sem hún var í. Hún talaði hálf aumingjalega og sagðist hafa lent í slysi og væri meidd á hendinni. Svo spurði hún;
" heldurðu að bílstjórinn leyfi mér að sitja?"
Ég skildi ekki alveg hvað hún var að fara, þá útskýrði hún út fyrir mér að vegna þess að hún var meidd í hendinni hafi hún ekki verið nógu fjót að girða niður um sig brækurnar þegar hún fór á klósettið og þar af leiðandi hefði allt farið beint í buxurnar...
Ég hafði ekki tekið eftir neinu vegna þess að úlpan var svo síð og velti fyrir mér af hverju hún var að segja mér frá þessum óförum sínum. Mitt svar til hennar var frekar einfalt;
"þú þarft ekkert að segja bílstjóranum frá neinu, hann á ekkert eftir að taka eftir þessu".
Þegar strætó nr. 1 kom segir hún;
" ert þú líka að taka ásinn",
" já"
"á ég ekkert að segja honum frá þessu?"
ég hvaddi Jakob og hoppaði upp í vagninn og dreif mig upp þröngan stigann á efri hæðina því að mig grunaði að hún kæmist ekki upp...

Hún fór út á sama stoppi og ég. Hún hafði farið úr úlpunni og sest á hana svo að það færi ekkert í sætið, og var greinilega búin að tilkynna fleirrum frá slysinu. Hún gekk á undan mér út, haldandi á úlpunni. Þá sá ég stóra pissublettinn á skálmunum. Hún sneri sér við og sagði við mig;
"Mér finnst þetta frekar vandræðalegt".

Ég brosti bara og labbaði í aðra átt.
:: posted by Daniel, 8:20 e.h.

2 Comments:

Var þetta Hlín?
Anonymous Nafnlaus, at 11:07 e.h.  
var hún sæt?
þú hefðir bókað getað höstlað hana...klárlega, hver vill ekki stelpur með farlama hendi sem pissa á sig
Anonymous Nafnlaus, at 1:33 e.h.  

Add a comment