Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!

fimmtudagur, mars 08, 2007

Internetljósið

Vaknaði hress í morgun, fór á fætur og settist við skrifborðið og ætlaði að skoða mbl.is yfir fyrsta kaffibollanum. Explorerinn tilkynnir að ekki sé hægt að skoða síðuna þar sem engin nettenging er til staðar. Ég athuga höbbinn og sé að hann er eitthvað að hiksta svo að ég endurræsi hann eins og ég þarf reglulega að gera, en það virðist ekki duga til í þetta skiptið.
Með trega hringi ég í BT (síðast þegar ég hringdi beið ég í 30 mín eftir sambandi og það tók símadömuna 10 mín að komast að því að netpöntunin mín hafi verið afpöntuð og þar af leiðandi þurfti ég að bíða í tvær vikur í viðbót til þess að fá net). Mér til mikillar furðu fæ ég beint samband, það er indverji sem svarar...sem er gott þar sem að ég á svo auðvelt með að skilja hreiminn þeirra. Svona fór var samtalið:
BT: BT service desk, geturðu sagt mér heimilisfangið þitt?
Ég: Já, Watson Cresent....
BT: Og við hvern er ég að tala?
Ég: Segi fullt nafn
BT: Takk fyrir hvernig get ég aðstoðað?
Ég: Netið er niðri, hefur verið niðri síðan í morgun
BT: Hvernig hub ertu með?
Ég: BT home hub, internet ljósið er slökkt
BT: Ok gott BT home hub, hvaða ljós eru kveikt á hubbinum?
Ég: Öll nema internetljósið, þannig að ég kemst ekki á netið
BT: Er internetljósið ekki kveikt?
Ég: Nei
BT: Síðan hvenær?
Ég: Síðan í morgun, það virkaði allt í gærkvöldi
BT: Og hvaða ljós eru kveikt?
Ég: Öll nema internetljósið
BT: Líka power ljósið?
Ég: Það er ekkert power ljós
BT: Ertu búinn að prófa að enduræsa hubbinn?
Ég: Já tvisvar
BT: Prófaðu að taka allar snúrunar úr sambandi og tengja þær svo aftur
Ég geri eins og hann segir
BT: Hvaða ljós eru kveik núna?
Ég: Þau sömu og áðan, internetljósið er ennþá slökkt
BT: Prófaðu að fara á netið
Ég geri eins og hann segir
Ég: Það virkar ekki, internetljósið er ennþá slökkt
BT: Er internetljósið slökkt?
Ég: Já
BT: Bíddu aðeins
Ég bíð
BT: Takk fyrir þolinmæðina, er internetljósið slökkt ennþá?
Ég: Já
Hann biður mig um að gera allskyns stillingar í tölvunni, sem ég framfylgi á sama tíma og ég reyni að segja honum að þetta sé ekki tölvan heldur internettengingin í húsið þar sem að internetljósið sé slökkt. Auk þess biður hann mig um að bíða nokkrum sinnum og setur á lyftutónlist og þakkar mér svo ávallt fyrir þolinmæðina.
BT: Hvað gerist ef þú ferð á internetið núna?
Ég: Ekkert, internetljósið er ennþá slökkt! Er þetta ekki tengingin frá ykkur?
BT: Bíddu aðeins
Lyftutónlist
BT: Prófaðu að tengja snúru á milli tölvunna og höbbsins
Ég: Það ætti ekki að skipta máli því að það er alveg samband á milli þeirra, tölvan finnur alveg höbbinn.
En ég geri eins og hann segir
BT: Hvað gerist núna þegar þú ferð á netið?
Ég var orðinn frekar pirraður þarna því að gaurinn virtist ekkert vita hvað hann væri að gera.
Ég: Ekki neitt, INTERNETLJÓSIÐ er ennþá slökkt
BT: Prófaðu að setja diskinn sem fylgdi með í tölvuna
Ég: Ok viltu að ég opni diskinn
BT: Opnaðu my computer
Ég: Ok og hvað?
BT: Og veldu Utils
Ég: Það er ekkert Utils í mæ kompjúter, á ég ekki að opna diskinn fyrst?
Hann orðinn frekar pirraður á mér...
BT: Hvaða möguleikar koma upp í my computer
Ég tel þá alla upp
BT: Bíddu aðeins
Lyftutónlist
BT: Takk fyrir þolinmæðina. Prófaðu að opna diskinn
Ég: Ok, þar er mappa með utils
BT: Opnaðu hana
Svo segir hann mér að opna eitthvað skjal sem gerir heldur ekkert gagn
Ég: Ég er að segja þér það, þetta er ekki tölvan mín heldur tengingin frá ykkur í höbbinn
BT: Bíddu aðeins
Lyfturtónlist
BT: Þakka þér fyrir þolinmæðina
Ég: Það var ekkert

BT: Heyrðu við erum búinn að fara í gegnum allt trouble shootið og þetta er ekki tölvan þannig að það hlýtur að vera tengingin á svæðinu þínu, prófaðu að hringja í þetta númer til þess að athuga það...
Gefur mér upp eitthvað númer
BT: Get ég hjálpað þér með eitthvað annað?
Ég: Nei takk!
Ég skellti á og leit á símann; Call duration 01:04:34
Ég hringdi í hitt númerið...það var símsvari.
:: posted by Daniel, 3:46 e.h.

2 Comments:

Skotland er auðvitað meinbilað. Af hverju baðstu ekki um að fá að tala við rottuna?
Anonymous Nafnlaus, at 11:01 e.h.  
múhahhahahaaaa
Þetta er það fyndnasta sem ég hef heyrt lengi:)
Blogger Rikey Huld, at 3:13 e.h.  

Add a comment