Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!

fimmtudagur, mars 01, 2007

Fíld Tripp

Síðustu tvær vikur hafa verið heldur betur annasamar. Ég er búinn að fara í hvorki meira né minna en tvö skólaferðalög. Fyrir tveimur vikum fór bekkurinn að skoða vind túrbínur á vesturströndinni.
Dagurinn byrjaði ekki vel því að fyrsti strætóinn sem kom að stoppistöðinni minni keyrði framhjá, því að hann var svo fullur, sem leiddi til þess að ég rétt náði rútunni frá skólanum, þurfti meira að segja að hlaupa fyrir hana til þess að stöðva hana. Rútan var búin nýjustu gé pé ess tækni sem valdi að stytta okkur leið í gegnum sveitina í stað þess að taka hraðbrautina. Gallinn á tækinu var bara sá að það gerði ekki greinamun á hjólastíg og akbraut, þannig að aumingja rútubílsstjórinn þurfti að þræða þröngar brýr og stíga, með tíðum Austin Powers töktum, og á endanum tók þetta mun lengri tíma en hraðbrautin hefði tekið. Vind túrbínurnar voru ekkert sérlega spennandi enda var veður vont eins og búast má við þar sem vind túrbínur eru, en ég læt eina mynd fylgja með.
Eftir að hafa skoðað túrbínurnar fórum við á rannsóknarstofu fyrirtækisins sem voru vægast sagt úreldar og þegar fyrirtækið bauðst til að taka að sér nemendur fyrir lokaverkefni voru viðbrögðin engin.


Í dag fór ég hinsvegar í öllu skemmtilegri ferð. Við fórum upp í Hálöndin að skoða Vatnsaflsvirkjun. Í þetta skiptið var engin tæknirúta, heldur gömul 20 manna. En rútubílstjóranum virtist líða eins og hann væri að keyra rallíbíl því að rútan skautaði um alla vegi og máttum við hafa okkur öll við að halda kyrru fyrir í sætunum. Prófessorinn spurði bílstjórann meira að segja hversu oft hann hefði klesst rútu? Bílstjórinn stóð ekki á svörum, heldur játaði að hafa keyrt 11 sinnum á. Á bakaleiðinni keyrði hann með afturdekkin yfir umferðareyju sem var til þess gerð að hægja á umferð. Hann hægði heldur aldrei á sér þegar við nálguðumst hraðahindranir, sem olli okkur sem vorum svo töff að sitja aftast mikilli gremju. Leiðin tók 2,5 klst hvora leið. Eftir fyrsta 'comfort stop' tóku hálöndin við með glæsilegt útsýni og slatta af 'lochs'. Þegar við komum að virkjuninni fengum við hlífðarbúnað (hjálm, gleraugu, vesti og eyrnatappa) og vorum leidd upp í aðra rútu sem keyrði okkur inn í fjallið að vikjuninni. Einn bekkjarfélagi minn spurði þann bílstjóra hvort að hann byggi í grennd við virkjunina fékk hann hressandi svar til baka; "já, ég bý í bæ hérna rétt hjá en ég er alltaf að missa vinnuna mína vegna pólitískra skoðanna minna og er bara nýbyrjaður hérna", nettur kappi.
Þar sem myndavélar voru bannaðar í annars frábærum túr um virkjunina, sem m.a. dælir vatninu til baka upp í 'the loch' á nóttuni, þá get ég bara sýnt myndir frá útsýninu utandyra. Yfirmaður virkjunarinnar var virkilega áhugasamur um að fræða okkur um sem mest og sýna okkur hvernig allt virkaði. Hann meira að segja slökkti á túrbínu fyrir okkur og breytti allskyns stillingum sem við mátum að hafi kostað Scottish Power töluvert meira heldur en þau 75 pund sem túrinn kostaði skólann. En að myndunum.

Og að lokum má sjá mest allan ferðahópinn og próffa í forgrunni.

Cheers
:: posted by Daniel, 11:36 e.h.

1 Comments:

það er soldið skrítið að fara í skólaferðalag þegar maður er 25 ára...

...annars virka samnemendur þínir ekkert á mann sem neitt rosalega kúl fólk...gaurinn lengst til hægri, er það Indverjinn sem er alltaf að reyna að þýða fyrir þig í tímum?
Anonymous Nafnlaus, at 2:49 e.h.  

Add a comment