Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!

sunnudagur, febrúar 11, 2007

Wolfmother

Fyrir rúmri viku síðan, sama dag og England og Skotland áttust við í rugby í 6 þjóða leikunum, og Skotar voru teknir í bakaríið, fór ég á tónleika með ástralska 70's rokkbandinu Wolfmother. Byrjuðum á pizzu og öli í slotinu mínu meðan við horfðum á Englendinga slátra okkar mönnum (reyndar var einn Englendingur á svæðinu en hann hafði hægt um sig).
Tónleikarnir voru snilldarfínir þar sem sveitin spilaði flest lögin á einu plötunni sinni og ekki skemmdi fyrir að bjórinn var á fínu verði. Eftir tónleikana héldum við á næsta bar og þar sem við vorum ekkert sérstaklega miðsvæðis þá reyndist þetta vera lókal karókíbar með miðaldra fólki úr nágrenninu. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir tók enginn í hópnum lagið og því sá hinn ítalski sjarmör Pablo bara um að halda tónlistinni gangandi. Eftir einn drykk í karókí stemmingunni var haldið í miðbæinn á Liquid room sem er annálaður fyrir góða tónlist og hressandi indí kvöld. Vegna þorsta í meira rokk var ákveðið að borga 12 pund inn á staðinn. Þegar niður var komið mætti okkur hressandi tekknó músík og helmingur liðsins þarna inni var í skærgulum vestum með byggingarhjálma á höfði. Við vorum mætt á Lovetekknó construction þemakvöld....hvað sem það er! Eftir einn bjór var flestum nóg boðið og ég rölti heim, vonsvikinn með slæman endi á annars fínu kvöldi.
:: posted by Daniel, 4:51 e.h. | 2 comments |

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

hmmm...

Prófaði að gúggla mig áðan til að sjá hvort eitthvað framandi kæmi í ljós og viti menn ég komst að einhverju nýju um mig.

Ég er semsagt skráður meðlimur í Umræðuþingi menntamálaráðuneytis!
Hvers vegna? Veit ekki.
Hvernig? Veit ekki.
Hvenær? 18. sept. 2005 og þessi dagsetning hringir engum bjöllum hjá mér.
Hver? Ef ég bara vissi.

Þeir sem hafa einhverja vitneskju um þetta mál eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við undirritaðan.
:: posted by Daniel, 5:39 e.h. | 1 comments |