Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!

sunnudagur, desember 03, 2006

NEDS

NED er skilgreining á ákveðnum samfélagshóp sem hefur orðið sífellt meira áberandi undanfarin ár. NED stendur fyrir Non-Educated Delinquent sem myndi líklega þýðast sem ómenntaðir smá-afbrotamenn.Það er aðallega þrennt sem einkennir þennan hóp, klæðaburður, óskiljanlegur talsmáti og ofbeldi.

Klæðaburður sem samanstendur yfirleitt af íþróttabuxum, helst hvítum, derhúfu með Burberry mynstri og hettupeysu, gjarnan hvít. Annars eru fín vörumerki af öllu tagi einnig vinsæl á skóm, peysum og húfum.

Talsmátinn sem einkennir Neddana er ekkert sérstaklega líkur ensku. T.d. þýðir howfin' það sama og stinking, sheepshaggers að þú sért frá N-Skotlandi, "whit you dae'n?" það sama og "what are you doing" og "gie it big licks" það sama og "do something vigorously". Upphálds persónan mín sem tilheyrir þessum hópi er þessi hér.

Oft ganga Neddararnir vopnaðir hnífum og hnúajárnum og nokkuð algengt er að þeir ráðist sem hópur á blásaklausa einstaklinga, því að yfirleitt eru þeir of aumir til þess að ráðast einn á móti einum. Einnig er mikið um hótanir og hrækingar. Undirritaður ferðast mikið með strætó og varð nýlega vitni að því þegar tveir félagar hótuðu því að berja unga konu sem var með barnið sitt með sér á milli þess sem þeir börðu og spörkuðu í rúður strætisvagnsins, það sem hindraði þá frá beinni árás var hversu ákveðin konana var að svara þeim fullum hálsi, því þá urðu þeir hræddir. Einnig hefur undirritaður nokkrum sinnum orðið vitni að skemmdarverkum í strætó af völdum þessara einstaklinga og virðist vera sem þeim finnist afar gaman að hrækja innandyra.

Ef þig langar að fræðast meira um þennan samfélagshóp mæli ég með því að þú gúgglir leitarorðið NED eða NEDS.

Takk fyrir í dag. Í næsta þætti verður fjallað um afleiðingar útrýmingar Columba livia eða steindúfunnar á annað lífríki í Pentland þjóðgarðinum í Skotlandi.
:: posted by Daniel, 7:49 e.h.

0 Comments:

Add a comment