Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!
sunnudagur, desember 10, 2006
Indíánajól
Skotar virðast ekkert endilega þurfa jólalög til þess að komast í jólaskapið. Þegar ég var að versla á Bjúkanan stræti í Glasgow í gær heyrði ég tónlist neðar í götunni og ákvað að líta betur á...þá voru ekki jólasveinar, álfar eða snjókallar að spila jólalög heldur indíánar í fullum skrúða með tilheyrandi öskrum og ópum, berjandi skinn á trommum. Og ég sem vissi ekki að indíánar héldu jól.
Í gærkvöldi fóru ég, Krissi og Stebbi á þýska jólamarkaðinn við Princes Street. Þar voru þýskir sígaunar að selja ýmsan varning, meðal annars gluvæn. Engin jólatónlist var spiluð á markaðnum heldur mátti heyra þýskt tekknópopp á stöku bás þar sem Þjóðverjar dilluðu sér í takt.
Til þess að mæta þessum skort á jólatónlist má á mínu heimili heyra í nýútgefnum jóladisk Baggalúts. Fékk hann í innflutningsgjöf frá Kriss, áritaðan af hjlómsveitinni...fínasta smíð alveg.
Í gærkvöldi fóru ég, Krissi og Stebbi á þýska jólamarkaðinn við Princes Street. Þar voru þýskir sígaunar að selja ýmsan varning, meðal annars gluvæn. Engin jólatónlist var spiluð á markaðnum heldur mátti heyra þýskt tekknópopp á stöku bás þar sem Þjóðverjar dilluðu sér í takt.
Til þess að mæta þessum skort á jólatónlist má á mínu heimili heyra í nýútgefnum jóladisk Baggalúts. Fékk hann í innflutningsgjöf frá Kriss, áritaðan af hjlómsveitinni...fínasta smíð alveg.
:: posted by Daniel, 11:44 f.h.
1 Comments:
Halló JÓLI DRJÓLI (rímar hehe)...
Jóla-Baggalútsdiskurinn er einmitt mikið spilaður á mínu heimili þessa dagana enda snilldarlög & texti!!!
Hlökkum til að sjá þig eftir ekki svo marga daga eða hvað ???
Kveðja,
The Gardenstrass Famely
, at
Jóla-Baggalútsdiskurinn er einmitt mikið spilaður á mínu heimili þessa dagana enda snilldarlög & texti!!!
Hlökkum til að sjá þig eftir ekki svo marga daga eða hvað ???
Kveðja,
The Gardenstrass Famely