Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Vissir þú...

...að stærsta umhverfisvandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir er af völdum orkunotkunar?

...að í Bretlandi er 34% af rafmagni framleitt með kolum, 37% með gasi, 20% með kjarnorku og aðeins 5% með endurnýjanlegri(vistvænni) orku?

...að eftir 15 ár verða 15 af 16 kjarnorkuverum Breta úreld og um 20% kolavera og að gasbyrgðir í Norðursjó eru að klárast(þegar flytja þeir inn 50% af gasi)?

...að það tekur 10 ár að byggja kjarnorkuver?

...að vistvæn orka nær engan vegin að brúa þetta bil til að anna orkuþörf eftir 15 ár?

...að stjórnvöld eru enn að ákveða hvaða leiðir eigi að fara til þess leysa þetta vandamál, þrátt fyrir að eftirspurn eftir orku mun líklega aukast um 10-15% næstu 15 árin?

...að 30% af öllu rafmagni sem er notað á heimilinu fer í kæliskápinn, og að þú getur lækkað þetta hlutfall með því að loka hann ekki af?

...að það mætti spara eitt orkuver ef allir Bretar myndu slökkva alveg á sjónvarpstækjunum, ekki bara með fjarstýringunni?

...að á líftíma sjónvarpstækis notar það aðeins 30% af rafmagninu meðan það er kveikt á því, ef að það er alltaf bara slökkt með fjarstýringunni?

...að Íslendingar eru svo heppnir að hafa næga orku til þess að mæta orkuþörf allra landsmanna og rúmlega það og hafa því ekki miklar áhyggjur af því hvernig þeir munu kynda húsin eða lýsa húsin eftir 20 ár?

...að nær allt rafmagn á Íslandi er framleitt með endurnýjanlegri(vistvænni) orku?

...að þú ert búin/búinn að lesa 11 staðreyndir um orku?

...að þú ert enn að lesa, en ekkert sem veitir þér upplýsingar af neinu viti?

...að þú hefðir átt að hætta að lesa tveimur staðreyndum ofar því að þessi er bara bull?

...og þessi líka...

...og þessi.

Langaði bara að deila þessu með ykkur.
:: posted by Daniel, 7:44 e.h.

4 Comments:

Djöfulsins. Þú lést mig læra um orku. Ég næ þér einhvern tímann.
Anonymous Nafnlaus, at 8:48 e.h.  
2 mínútur sem ég fæ aldrei aftur
Blogger ShiskeBob, at 12:54 f.h.  
....Danni hugsaðu um alla orkuna sem fór í að lesa þetta:)
Blogger Rikey Huld, at 1:05 e.h.  
Jamm þetta er ótrúlegt... Allir geta lagt sitt af mörkum en fæstir gera það... Góður pistill :)

Ásdís Jóh.
Anonymous Nafnlaus, at 9:39 f.h.  

Add a comment