Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Ekki dauður enn!

Neibb, ekki dauður eða dottinn í ruglið hér í Edinborg.

Það er bara helvítis fyrirtækið sem ætlar að skaffa mér net sem hefur tekið sér 6 góðar vikur að tengja það. Hringdi meira að segja í síðustu viku að reka á eftir og fékk þær upplýsingar að einhver starfsmaður hefði óvart afpantað netið hjá mér og ég þyrfti að bíða í viku í viðbót. Hef alveg bloggað fullt á meðan, það bara kemur ekki á netið af því að ég hef ekki verið tengdur...

Annars gafst ég upp í rúbbí. Fékk mig ekki til að mæta aftur eftir raunir fyrstu æfingarinnar. Einnig langaði mig ekkert aftur eftir að ég mætti á handboltaæfingu. Já þú last rétt það er handbolti í Skotlandi. Þar var ég eins og kóngur í ríki mínu með aragrúa af Frökkum og einum skota. Spilaði meira að segja einn leik eftir fyrstu æfingu. Við töpuðum. Frökkunum finnst gaman að skjóta á markið og gera það nokkurnvegin þegar þeim langar. Er samt sannfærður um að okkur gangi betur næst, eftir að hafa æft saman nokkrar æfingar.

Skólinn gengur svona eins og gengur. Er eiginlega aldrei í tímum, bara 5klst á viku í mesta lagi. Á bara að lesa allt sjálfur og skila verkefnum. Er mjög ánægður með þetta system nema að prófin eru í byrjun janúar. Þarf bara að fara að vakna fyrr á morgnanna þá daga sem enginn skóli er.

Í lokin langar mig til að drulla yfir strætóbílsstjórann sem bara keyrði fram hjá mér í morgun. Ég var að rölta fyrir hornið þar sem stoppustöðin er. Strætóinn er búinn að stoppa við hana en kemst bara 4 metra áfram út af rauðu ljósi (sem var nýkomið á). Ég labba að hurðinni og veifa til bílstjórans. Hann lítur ekki einusinni á mig og hristir bara hausinn, helv. fávitinn. Eftir c.a. hálfa mínútu þá keyrir hann áfram og um leið skvettast nokkrir lítrar af vatni yfir mig af götunni um leið og strætóhjólin keyra í poll...

...ókei ég er að ljúga með vatnið, en ég varð samt massa fúll.
:: posted by Daniel, 7:03 e.h.

1 Comments:

þarft ekkert að mæta í skólann???...veit þá ekki til hvers þú varst að flytja til útlanda til að fara í skóla!!
Blogger ..., at 10:21 f.h.  

Add a comment