Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!

mánudagur, júlí 31, 2006

Edinburgh

Veist ekki hvað átt hefur fyrr en misst hefur!

Reyndar er þessu oft öfugfarið. Ég komst að því að ég hef verið illa svikinn allan minn bjórdrykkjuferil. Skellti mér til Edinborgar um helgina í létt flipp með Krissa kunningja og komst þá að því að öll mín vöruskipti með dælubjór á Íslandi má líkja við dönsku einokunina hér áður fyrr. Sjálfur hef er ég ekki alsaklaus því ég stóð sjálfur í þeirri stöðu að afgreiða bjór úr dælu...líður eiginlega eins og Ace Ventura eftir að hann komst að, æi þið vitið Crying Game atriðið.
Fyrst hélt ég að þetta væri bara tilviljun með fyrsta bjórinn sem ég keypti, þetta hlaut bara að vera svona góður pöbb. En Ó nei, allir pöbbar sem við stigum inn í (og keyptum bjór auðvitað) framreiddu dýrindis bjór í hæsta gæðaflokki...allavega miðað við sullið sem er í boði hér á landi. Ég er illa svikinn, við höfum öll verið höfð að fíflum. Þetta er stærra samsæri en olíuheykslið. Sneiðum fram hjá dælubjór og förum í mál!
Annars er Edinborg snilld. Hlakka mikið til að flytja út. Tjékkið á myndum, þær tala sínu máli. Tjú
:: posted by Daniel, 9:15 e.h. | 2 comments |