Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!

sunnudagur, apríl 30, 2006

Ósköp venjulegur vinnudagur

Vaknaði hálf átta, kom mér í morgunmat og kláraði fyrsta kaffibollann á skrifstofunni meðan ég gluggaði yfir mbl og póstinn minn. Kom mér að verki um leið og koffeinið sigraði syfjuna.

Sat djúpt hugsi yfir merkilegum útkomum á offsetti á leiðara í miklum halla á löngum strekkum! Skyndilega kemur hjúkka hlaupandi inn ganginn og talar við vinnufélagann í næsta herbergi. Næst rak hún hausinn inn til mín og biður mig að hjálpa þeim aðeins og hleypur af stað. Ég stekk á fætur á eftir henni alla leið yfir í sjúkraskýlið. Þar lá stórvaxinn maður beislaður á sjúkrarúmi með rauðan kraga, þann stærsta sem ég hef séð. Við bárum hann út í sjúkrabíl. Fékk mér annan kaffi og velti því fyrir mér hvort að langtímasig hefði einhver áhrif á offsettið.

Hinn slasaði hafi víst rotast við vinnu, náði því aldrei hvort hann var Pólverji eða Svíi.

Eftir hádegið hitti ég króatana úti á vinnusvæði. Josa heitir einn aðal kappinn, skondinn gaur sem kann nánast ekkert í ensku. Tjáði mér (með túlk) að ég ætti ekki að vera í skítugum öryggisskóm og skærgulu vinnuvesti heldur í lakkskóm með bindi. Mér þótti þetta ekkert sérstök ráð þar sem ég stóð með skónna hálfsokkna í drullu og allt í ryki í kringum okkur. En eftirá að hyggja er þetta ekki svo galið. Held ég að ég skelli upp bindi við sérstök tækifæri, flottu smellubindi sem passar vel við skærgult. Eftir stuttan fund um stál, bolta og boltaleysi leystu þeir mig út með gjöfum. Það er víst siður í þeirra heimalandi að gefa samstarfsaðillum og yfirvaldi gjafir(mútur). Þeir gáfu mér stóra flösku af króatísku Jagermeister, grillkrydd?, djúsduft? og konfekt, allt framleitt í þeirra heimalandi og með fylgdi túristabæklingur um landið. Hinsvegar fengu tollverðirnir á FLE reykta kjötið sem ég átti að fá, tóku meira að segja pening fyrir.

Ég er farinn að hlakka til næstu viku!

Skál
:: posted by Daniel, 8:50 e.h.

0 Comments:

Add a comment