Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!

miðvikudagur, ágúst 08, 2007

Seafood chowder

Ég verð að viðurkenna að ég borða ekki bara ruslatunnu fæði. Ég fór t.d. á bar sem býður upp á ágætis úrval af léttum réttum. Hef borðað þarna nokkrum sinnum. Eitt skiptið skellti ég mér á seafood chowder...sem voru mistök.

Eftir dágóða bið kom loks stærsti súpudiskur sem ég hef séð, með botnfylli af fiskbitum, kræklingum og rækjum í ljósri sósu. Um leið og diskurinn var lagður fyrir framan mig mætti mér ein versta lykt sem hugsast getur. Föruneytið, Hlín og Stefán fengu sér heldur hefðbundnari rétti sem flestir hefðu borðað með bestu list, en á augabragði misstu þau matarlist og Stefán tók að kúgast.

Ég ákvað að láta ekki einhverja saklausa vonda lykt spilla matnum og slafraði í mig einni skeið af rækju og sósu. Áferðin var svosem ágæt en bragðið vont. Ég prófaði fleirri tegundir af fiskbitum sem lágu í kraumandi hlandsósunni, en sama hvað þá spillti lyktin bara öllu og eftir 4 bita gafst ég upp.

Mikið var spáð hverju þessi lykt líktist, meðal annars skötu eða gömlum gráðosti. Eftir smá hik kom Stefán meira að segja með tillögu að þetta væri eins og súr typpafíla. Upp frá því spruttu myndir í hausnum á mér af kokkinum að hræra í réttinum með delanum á sér.

Ég skilaði matnum og spurði hverkonar fiskur væri í þessu og fékk þau svör að þetta væru bara rækjur, lax, kræklingur og hvítur fiskur. Stuttu síðar kom þjónustustúlkan og spurði hvort ég vildi eitthvað annað en þar sem öll matarlist var horfin neitaði ég því. Samt sem áður þurfti ég ekkert að borga, sem er gott.

Eftir þetta hef ég bara haldið mig við "bin raids".
:: posted by Daniel, 3:10 e.h.

0 Comments:

Add a comment