Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!

laugardagur, apríl 28, 2007

Living with war

Til þess að fagna próflokum ákvað bekkurinn að gera sér glaðan dag og fagna áfanganum með mat og skralli niðri í bæ. Ég mætti fyrstur á svæðið, keypti mér bjór og settist við stórt borð sem var laust og góndi á íþróttir á skjá á veggnum meðan ég beið eftir bekkjarfélögunum. Við borðið tylltu sér þétt kona frá Írlandi með bleikt hár og lítill skoti á fertugsaldri sem leit út eins og hann væri nýbúinn að sjá draug og að augun ætluðu að skjótast út úr andlitinu á honum. Þessi með bleika hárið hóf að spjalla og við mig, sagði mér að þau væru í mánaðar fríi og hefðu ekki sést lengi og hversu heitt hún elskaði manninn með útstæðu augun sem þagði bara og starði út í loftið. Hún virtist hafa mikinn áhuga á að vita sem mest um mig og spurði margra spurninga. Loks þegar ég sagði þeim hvað ég væri að læra fylltist kallinn áhuga og spurði ákaflega;
"kanntu að búa til kjarnorkusprengju?"
Ég svaraði því neitandi og sagðist eiginlega vera að læra lítið um kjarnorku almennt og hvað þá sprengjur, en hann spyr aftur og starir á mig um leið;
"Kanntu að búa til kjarnorkusprengju?"
"Nei!"
"Þú getur lært það á netinu."
"Já er það, sniðugt."
Ég reyndi að beina samtalinu eitthvert annað, en þá sagði bleikkollan mér að hann væri nýkominn úr sex mánaða dvöl í Írak...
:: posted by Daniel, 9:57 f.h.

2 Comments:

Frábært hvað þú ert góður í að eignast vini í Edinborg. Stelpa sem mígur á sig, tannlaus rúbbíþjálfari og svo geðfatlaður hermaður. Ertu nokkuð búinn að gleyma mér?
Anonymous Nafnlaus, at 1:02 e.h.  
Er bara skrítið fólk í Edinborg eða laðar þú bara að þér skrítið fólk;) Hvað er annars að frétta af þér?????
Blogger Rikey Huld, at 1:54 e.h.  

Add a comment