Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Robotman

Var að koma af tónleikum með hljómsveit sem myndi þýðast á íslenska tungu sem Geimvera. Hefði átt að vera á handboltaæfingu og sé eiginlega eftir því að hafa sleppt henni fyrir geimveruna, nefnilega leikur á laugardaginn. Veit samt ekkert við hverja. Tónleikarnir fóru fram á Cabarett Voiltare sem er í kjallara í gamla bænum. Tónleikasalurinn er eins og stór kennslustofa en af því að allir standa þá sér maður eiginlega ekki neitt. Hver myndi sjá á töfluna í kennslustofu ef hún væri troðfull? Mér skyldist að ég væri að fara að hlýða á eitthvað mix af indí og funki en raunin varð eitthvað tilraunakennt progrokk. Nokkur lög voru áheyranleg og minntu jafnvel á Pink Floyd en önnur voru bara haugur af skít eða load of crap eins og við segjum hér. Eitt lagið innihélt einungis textann "Robotman" mjög skemmtilegt.

Það besta við tónleikana var að söngvarinn var alveg útúr því og bullaði mikið á milli laga, reyndar stundum full mikið. Eftir 3 lög þá bað hann eitthvað fólk sem stóð fremst vinsamlegast að færa sig aftast því að hann gæti ekki haldið almennilega tónleika ef að fremsta fólkið væri að geyspa og tala saman á meðan. Eftir að hafa röflað í því í 10 mínútur gafst útúrþví söngvarinn upp og næsta lag byrjaði. Það sem var frekar súrt var að hljómsveitin var ekkert að fíla framkomu söngvarans og beið bara sviplaus eftir því að söngvarinn héldi kjafti svo að næsta lag gæti byrjað...

...ég hefði bara átt að fara á handboltaæfingu og sleppa því að ljúga að þjálfaranum að það væri svo mikið að gera í skólanum að ég kæmist ekki.

Swammbúmmogút
:: posted by Daniel, 12:45 f.h.

0 Comments:

Add a comment