Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Oh what a beautiful morning

Vaknaði í morgun við gól fram á gangi. Það var einhver 2 hæðum fyrir neðan að syngja hástöfum. Ég varð pirraður út í gaurinn. Ekki af því að hann vakti mig heldur af því að ég öfundaði hann fyrir að vera svona morgunhress. Ég var nefnilega búinn að snúsa í tæpan klukkutíma. Gaurinn er búinn að vera syngjandi í allan morgun á meðan ég læri. Þetta er bara nokkuð vinalegt að hafa svona söngvara í byggingunni, verst að þetta mun ekki vara lengi því að ég held að hann sé að vinna ásamt nokkrum öðrum við að gera upp íbúð 5 og því fer senn að ljúka.
:: posted by Daniel, 11:48 f.h.

1 Comments:

akkúrat 8 línur...tilviljun?
Blogger ShiskeBob, at 3:48 e.h.  

Add a comment