Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Bölvunin

Var á leiðinni fyrr í kvöld, jább þú giskaðir rétt í strætó, allt merkilegt virðist gerast þar. Allavega var ég fara að keppa handboltaleik. Allt í einu fann ég þessa þvílíku stybbu. Lyktin var eiginlega ólýsanleg, minnti helst á furðulega málningu.Ég bölvaði gaurnum fyrir framan mig í huganum, hver fer svona illa lyktandi í strætó?
Þegar ég var að skipta um föt í íþróttahúsinu fann ég að vonda lyktin var ennþá. Þá uppgötvaði ég að hún kom úr hliðarvasanum á íþróttatöskunni. Þegar ég opnaði vasann varð lyktin nær óbærileg, þvílíka lyktargusan sem kom framan í mig. Í vasanum var eldgamall banani sem var búinn að tapa öllum gula litnum. Hann er búinn að vera þarna í rúmar tvær vikur.
Mig grunar að Líbanarnir séu þarna að verki...
:: posted by Daniel, 10:23 e.h.

1 Comments:

Jahá Danni, ég sé að þú ert farinn að sjá lífið í öðru (réttu?) ljósi þarna út ;). Strætó er nefnilega ekki svo slæmur ... maður hefur upplifað ýmislegt þar ;):).
Blogger Fjola, at 10:25 f.h.  

Add a comment