Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Bad Hair Day

Lét loks verða af því að fara í klippingu hérna úti. Hef einu sinni áður farið í klippingu í útlöndum og gaf sú klipping ekki góða raun. Reyndar var það þegar ég og Stebbi Stiff tókum þá skyndiákvörðun að skella okkur í klippingu í Trujillo í Perú. Vond ákvörðun. Stebbi kom út með hárið sleikt til hliðar og ég get ekki lýst því hvernig ég var því að konan sem klippti mig virtist bara gera eitthvað. Hefði örugglega komið betur út að nota klippisugu, þið vitið klippigræjan sem þið setjið á ryksuguna. Eftir þetta hef ég forðast að klippa mig annarsstaðar en á Íslandi eins og heitann eldinn.

Hárið á mér eins og það var í gær hefði sómað sér vel á tímum diskós eða glysrokks. Eftir talverðar vangaveltur ákvað ég að panta mér tíma hjá rakarastofu . Ég mætti mjög úldinn í morgunsárið, frekar ryðgaður eftir tónleikana kvöldið áður. Ég hafði ekkert miklar áhyggur af því sem gellan sem klippti mig var að gera, hún virtist nokkurnvegin vera með á hreinu hvað hún væri að gera. Allavega meira á hreinu en ég. Loks þegar hún var búin að klippa þá setur hún einhvern viðbjóð í hausinn á mér. Eitthvað sem minnti mig á blauta steypu sem þornar fljótt. Ég var með lokuð augun á meðan hún blés og greiddi mér. Þegar hún var búin opnaði ég þau aftur og við mér blasti andlitið á mér með hárhjálm (hairhelmet) ofan á, ekki töff. Ég nánast hljóp alla leiðina heim og reyndi að telja mér trú um að kannski væru hárhjálmar bara nokkuð töff en ég sannfærðist ekki. Um leið og ég kom heim skolaði ég viðbjóðinn úr hausnum á mér og greiddi mér upp á nýtt. Hún virðist hafa klippt mig ágætlega því að nýja greiðslan gerði gæfumun og átti ekkert skylt við áðurnefndan hárhjálm. Núna er ég bara nokkuð töff.
:: posted by Daniel, 10:25 e.h.

1 Comments:

Ohhh, ég hefði viljað sjá mynd af hjálminum.
Blogger Kiddi, at 9:08 f.h.  

Add a comment