Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!

mánudagur, nóvember 20, 2006

Alveg magnað

Var á barnum um daginn. Frábær bar þar sem bjórinn kostar 1,5 pund og gin&tonic 1 pund. Svo er meira að segja fússballborð á staðnum. Hvað meira þarf maður. Anyways þá hitti ég Christian, Þjóðverjann sem æfir handbolta með mér. Með honum voru leigufélagar hans í góðu fjöri. Hann kynnti mig fyrir Kjetil, norskum gaur. Þegar Kjetil fréttir að ég sé íslenskur hoppar hann hæð sína og á ekki orð til að lýsa gleði sinni. Hann hleypur á barinn kemur til baka með g&t handa mér svo fer hann að lýsa aðdáunn sinni á Íslandi og hvað ísland sé kúl og allt það. Honum gramdist mikið að Danir hefðu rænt okkur af þeim. Svo berst talið að tungumálum, hann bað mig um að segja eitthvað á íslensku, sem ég geri gegn vilja mínum. Hann varð undrandi en um leið gríðarlega glaður og sagði "þetta er ótrúlega, ég skil hvað þú ert að segja, þetta er alveg eins og forn norska. Magnað". En ég vissi það auðvitað en þóttist mjög hissa. Ég hafði það bara ekki í mér að segja honum að Íslendingum þykir fátt svalt við Noreg, að Noregur sé eiginlega bara frekar lummó. Nema auðvitað norsku peysurnar, þær eru töff...
:: posted by Daniel, 1:41 e.h.

0 Comments:

Add a comment