Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Allir í Sleik!

Er með gesti hjá mér þessa stundina. Þeir eru ekki af verri endanum því að þetta eru engir aðrir en Stiffster og Pink fyrrum ferðafélagar. Eins og ungu hressu fólki sæmir þá skelltum við okkur í góðra vina hópi út á lífið. Kvöldið byrjaði nokkuð eðlilega nema að fólki gekk frekar illa að finna á sér þrátt fyrir þónokkra drykkju. Smám saman færðist kvöldið útfyrir hinn hefðbundna ramma. Eftir nokkur skot og ginglös var haldið stórann 4 hæða klúbb þar sem mismunandi stemming ríkir á hverri hæð. Við enduðum á hæð sem ber nafnið Pravda því að þar höfðaði tónlistin mest til okkar. Við keyptum drykki og fengum okkur sæti. Áður en við vissum af höfðu tvær vinkonur plandað sér beint fyrir framan borðið okkar og hófu að kyssast. Í u.þ.b. hálftíma stóðu þær þarna í sleik, káfandi á hvor annari. Þetta vakti mikla kátínu hjá starfsmönnum og karlkyns gestum staðarins. Smám saman voru þær komnar með stóran áhorfendahóp án þess að kippa sér mikið upp við það. Ekki einusinni þegar einn gaur ætlaði að skora stig hjá félögunum og sló á rass einnar þeirra virtist vekja nein viðbrögð. Það var þá sem okkur grunaði þær um græsku, þetta voru engar lesbíur heldur bara vinkonur að sýnast.
Þegar ástarlotum vinkvennanna lauk héldum við á dansgólfið. Þar var heldur þröngt, en það truflaði lítið 3 feitar vikonur (eða mæðgur) því að þær bara hrintu öllum sem nálguðust þær frá sér með sínum ofvöxnu rössum. Ein gerði sig líklega til þess að ráðast á Hlínsu sem náði að forða sér í tæka tíð. Stuttu síðar brutust út slagsmál milli einnar vinkonunnar og einhverrar gellu. Hár var rifið og neglur læstar í andlitum meðan aðrir reyndu að stíja þeim í sundur. Þegar það lokst tóks hoppaði feita vinkona og hló og hélt áfram að dansa eins og hún hefði aldrei skemmt sér eins vel...við fengum nóg af dansi og fengum okkur einn drykk og héldum heim á leið...spes kvöld.
:: posted by Daniel, 1:35 e.h.

1 Comments:

Það er eins og þeir segja: Þegar Stífur og Bleikur koma saman verður gjarnan úr Stleikur. Banvæn mixtúra.
Anonymous Nafnlaus, at 7:34 e.h.  

Add a comment