Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!

miðvikudagur, september 13, 2006

End of an era...

Sit hér einn við lapparann með kaffi við hönd. Síðasta kvöldið mitt hér í vinnubúðunum. Verkið heldur áfram en ég held á brott. Blendnar tilfinningar hellast yfir mann, nei eiginlega hlakka ég bara til. Þetta tímabil á þó sín highs and lows og kannski réttast að taka það helsta saman og lista hér upp.

LOWS:
Að fara í sturtu rétt á eftir öðrum = kalt vatn.
Lífhættulega lífsreynslan í brekkunni.
Magasár, það heyrði til undantekninga ef tímasetningar stóðust.
Spilaði einn golfhring í sumar og gat ekki neitt!
Endalausar símhringingar klukkan 7 í morgunsárið, um fríhelgar.
Búin að vera fáránlega mikil rigning í dag!
Kvöldmatur þegar voru afgangadagar og stundum hina dagana líka.
Að hafa ekki hitt einn mótmælanda.
50cm breiða rúmið mitt, hef líklega haldið vöku fyrir íbúa næsta herbergis vegna veggsparka og olnbogaskota.
Öryggisnámskeið.
Dekkjavesen, ég hlýt bara að vera óheppnasti maður landsins þegar kemur að hjólbörðum.

HIGS:
Sána og bjór, ekki light-bjór samt.
Að hafa klifrað í 25 metra hæð einn og óstuddur, hlítur bara að tilheyra þessum flokki! Var reyndar drullu erfitt, en var drullu hátt.
Lærði c.a. 10 orð í Króatísku.
Gúbbífiskaatriðið.
Snilldar dýnan á 50cm mjóa rúminu mínu.
Hreindýrasteikin, í bæði skiptin.
Prison break og Extras, olli gríðarlegu svefnleysi á tímabili.
80 bjóra sigurinn.
Flugpunktar.
Sigurrós á Seiðó.
Króatísk hráskinka með osti, brauði, ólífum, rauðvíni og skosku viskíi. Eitthvað sem ætti að vera á boðstólum oft í viku.

Þar hafiði það....
Fokk á eftir að gera allt og mikið, og liðið heimtar kveðjpartí á eftir. Held að þeim langi bara í hluta af bjórbirgðunum mínum.
:: posted by Daniel, 9:06 e.h.

3 Comments:

Hvernig flokkarðu plastpokunina? Hélt að hún ætti sinn sess þarna... Feit helgi samt framundan með Hr. Cave, Íslandsmeistaratitli og eins og einum gulum og búbblandi bjór...
Anonymous Nafnlaus, at 12:07 f.h.  
hreindýrasteik sökkar...annars þarftu að útskýra "gúbbífiskaatriðið" aðeins betur...
Blogger ..., at 1:21 e.h.  
góð samantekt Daniel my brother, en geturu ekki grafið hundinn áður en þú ferð út?
Blogger Katrin, at 9:07 e.h.  

Add a comment