Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!

sunnudagur, maí 14, 2006

Tei en a weiind

Stórum hluta dags eyði ég keyrandi um í pikköp. Þar af leiðandi hlusta ég mikið á útvarp. Það sem mér býðst að hlusta á er Rás 1 og 2 og stöðin sem er ávallt Björt brosandi og hress, mmmm Bylgjan! Hingað til hefur Rás 2 verið nokkuð traust, en ekki lengur. Meira að segja Popplandið virðist vera í einhverri lægð. Því er ekki hægt að segja að úrvalið sé mjög beisið. Til þess að leysa þetta sem best flakka ég á milli Rás 2 og Bylgjunnar, eins og þegar maður flettir í gengum sjónvarpstöðvar og fattar að það er ekkert að sjá. Báðar stöðvar skiptast á að spila Röggu Grö. og Ó María í flutningi Grétu Sam. sem sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna. Ágætis hugmynd svosem að breyta útgáfunni svona, þó að lagið sé ekki endilega minn tebolli. En Gréta virðis taka Nell í samnefndri kvimynd sér full mikið til fyrirmyndar. Hún syngur alveg eins og ég ímynda mér að Nell myndi syngja. Fáránleg ákvörðun því að stúlkan getur alveg sungið.
Ég datt inn í eitthvað samtal á Bylgjunni í dag. Þar var eitthvað fólk að ræða saman um nauðsynlega fylgihluti með fatnaði...gaurinn minntist sérstaklega á úr, sagði það nauðsynlegt að fólk ætti 3-4 úr fyrir mismunandi tilefni. Maður notar ekki hversdagsúrið við jakkafötin, heldur fær sér almennilegt Armani úr. Enda er til svo mikið af flottum úrum á ekki nema 15-20 þúsund kall, sem er ekki svo mikill peningur fyrir úr, sem þýðir að fólk ætti undir eðlilegum kringumstæðum að eiga úr fyrir 45-80 þúsund...
...það fyrsta sem flaug í gengum hausinn á mér var "Capitalism gone wrong".

Ég skipti yfir og hlustaði frekar á auglýsingar á Rás 2.
:: posted by Daniel, 5:39 e.h.

3 Comments:

já hérna...ég sá þær syngja í sjónvarpinu um daginn og...það var eiginlega pínlegt því hún Gréta segiru? já hún var svona æði spasstísk í andlitinu þegar hún kreisti fram orðin við laglínuna...sérstaklega virtist þurfa extra mikið kreist og geifl (það er sagnorð er það ekki?) til að kalla fram töfrandi viðlagið
minnti mig á soldið sem mér var sagt um mælikvarða trommara, ef trommarinn virðist vera að rembast gríðarlega til að lumbra húðir í takt við tónverkið þá væri hann kannski góður, en ekki séní á sínu sviði því natural talentarnir skila af sér stórbrotnum tónum og nótum án mikillar áreynslu...
ætli það megi ekki færa þetta yfir á allt, ekki virðist hann Rónaldinjó þurfa mikið geifl til að skilja varnarmenn eftir í molum...bara þessar natural tennur sem örugglega þjóna hlutverki loftbremsu og gera honum kleift að snúa sér á punktinum á gríðarlegum hraða...

ó, og úr eru súr
Anonymous Nafnlaus, at 8:55 e.h.  
Danni! Ég held að Gunni sé byrjaður að blogga inn í kommentakerfinu þínu.

Gunni! Ég er alveg að fíla þetta. Vertu duglegur að skrifa.
Anonymous Nafnlaus, at 10:37 e.h.  
ég á eitt úr...það er nóg...ef eitthvað er þá er það einu úri of mikið...

...það eru held ég eingöngu hálfvitar sem eiga fleiri en eitt úr...

...það eru pottþétt hálfvitar sem eiga úr sem kosta tugi þúsunda...
Blogger ..., at 2:10 e.h.  

Add a comment