Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!
mánudagur, maí 01, 2006
A hard day´s work
Ákvað að skella mér í litlu ræktina sem boðið er uppá í vinnubúðunum. Mjög lítil kompa með hlaupabretti, hjóli, bekkpressu og litlu lyftingajúniti, og já ljósabekk. Skellti mér í gallann, fann Moby á ipoddinum og rölti yfir. Þegar inn var komið blasti við mér annað en ég átti von á. Inni ómaði þýskt steratekknó úr ferðagræjunum og tveir Þjóðverjar að lyfta (auk Íslendings að hlaupa). Ég skellti mér á hjólið með Moby í eyranu, enda Play ágætis plata, kjörin til þess að hjóla við. Allt í einu heyri ég háværar stunur yfir Honey. Ég lít upp og sé annan Þjóðverjann eldrauðan og æðaberan í framan rembast, með reglulegum stunum, við niðurtogið eins og keppandi á Ólympíuleikum í réttstöðulyftu, þið vitið þar sem þeir kúka stundum í sig af áreynslu. Gaurinn er frekar venjulegur og yfirleitt bara nokkuð hress í matartímum, ekki alveg einhver steramassi. Ég hækkaði bara í Moby og velti því fyrir mér hvort það væri kannski betra að stynja þegar maður lyftir lóðum, um leið hrundi sætið á hjólinu. Ég leit vandræðalega upp. Gaurinn á hlaupabrettinu segir þá “ég ætlaði að segja þér frá því að þú þarft líka að skrúfa þegar þú stillir sætið, en hætti við”, “Já ok, ég skil, vildir bara frekar sjá mig detta fyrst?”, enn frekar vandræðalegur. Hinn Þjóðverjinn hjálpaði mér að stilla sætið aftur.
Finnst ennþá skrítið að ég hafi verið vandræðalegur, ekki var það ég sem pústaði eins og hvalur við þýskt steratekknó! Þegar gaurinn var búinn tók hann diskinn úr græjunum og með sér út, við tók Freyr Eyjólfs á Rás 2 með Geymt en ekki gleymt og ég fór að gera magaæfingar.
Hef ekki farið í ræktina síðan.
Finnst ennþá skrítið að ég hafi verið vandræðalegur, ekki var það ég sem pústaði eins og hvalur við þýskt steratekknó! Þegar gaurinn var búinn tók hann diskinn úr græjunum og með sér út, við tók Freyr Eyjólfs á Rás 2 með Geymt en ekki gleymt og ég fór að gera magaæfingar.
Hef ekki farið í ræktina síðan.
:: posted by Daniel, 9:11 e.h.
4 Comments:
Ég fíla reyndar hvorki teknó né að emja og losa úrgang við ólympískar lyftingar en ég virði þennan Þjóðverja samt massíft fyrir að láta þig ekki vita af því að sætið var í fokki.
Skiptir greinilega engu hvort maður er þýskur, íslenskur eða kínverskur, það virðist alltaf vera fyndið að detta af æfingahjóli.
, at Skiptir greinilega engu hvort maður er þýskur, íslenskur eða kínverskur, það virðist alltaf vera fyndið að detta af æfingahjóli.
hehe....
...það verður hins vegar spennandi að sjá þig eftir nokkra mánuði þarna fyrir austan...get ekki ímyndað mér hvað þú munt vera að gera annað en að lyfta lóðum og liggja í ljósum...býst við að eftir hálft ár verður þú farinn að skrifa bloggið þitt inn á kallarnir.is, kvartandi undan því hvað það er erfitt að búa með Villa WRX....
...og tekknóið muntu fara að fýla og Þjóðverjarnir og þú verða bestu vinir...
...þetta er spá hins mikla jóadamusar...
...það verður hins vegar spennandi að sjá þig eftir nokkra mánuði þarna fyrir austan...get ekki ímyndað mér hvað þú munt vera að gera annað en að lyfta lóðum og liggja í ljósum...býst við að eftir hálft ár verður þú farinn að skrifa bloggið þitt inn á kallarnir.is, kvartandi undan því hvað það er erfitt að búa með Villa WRX....
...og tekknóið muntu fara að fýla og Þjóðverjarnir og þú verða bestu vinir...
...þetta er spá hins mikla jóadamusar...
Ég sé Danna meira fyrir mér með yfirvaraskegg og möllara dansandi í lyftingarsalnum við dynjandi teknó og bíðandi eftir að einhver nýr auli labbi inn og spreyti sig á bilaða æfingahjólinu.
, at
Já og snilldarmynd í bakgrunni bloggsins, Daniel-san. Vissi ekki að Múlasýsla væri svona falleg.
, at