Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!

miðvikudagur, maí 24, 2006

As life goes by

Dagurinn byrjaði nokkuð venjulega með morgunmat, cheerios, lýsi og lgg+. Í skítakulda rölti ég með kaffibollann yfir á skrifstofu, grunlaus um það sem ætti eftir að henda mig klukkustund síðar.

Ég fékk símtal og í kjölfar þess þurfti ég í flýti að koma mér upp á næsta háls að athuga alvarlegt mál. Ég dríf mig í gulu úlpuna og upp í bíl. Hrafnhildur Halldórs tók á móti mér í bílnum og setti lélegt júróvision lag á, nei hún klúðraði því, setti óvart Nylon í gang, talaði inn í lagið og skipti um lag um leið og hún afsakaði sig. Ég hélt af stað. Það fyrsta sem hefði átt að vara mig við var helvítis hundurinn sem stökk geltandi í veg fyrir bílinn í von um að smala honum inn í lambahjörðina. Með eldingarviðbrögðum tókst mér að sveigja framhjá og bjarga lífi skepnunnar og halda áfram.
Um leið og ég kom upp á háls mætti mér ógnarveður. Blindbylur og slóðinn þakinn snjó. Ég held ótrauður áfram í óvissunni bölvandi sjálfum mér fyrir að hafa skipt yfir á sumardekk. Ég kem að henni. Brekkunni. Ógnarhá, brött og þverhnípt niður hlíðina. Ég hægi ferðina en hugsa svo með sjálfum mér að það sé best að gefa aðeins í og slá aldrei af. Það er að segja fyrst ég ætlaði upp. Í efri hluta brekkunnar gerist það, akkúrat það sem ekki mátti gerast. Bílinn byrjar að spóla. Helvítis sléttu sumardekkin. Ég neyðist til að stoppa. Í sömu andrá byrjar bílinn að renna stjórnlaust afturábak. Í átt að þverhnípinu. Á þessu augnabliki rennur lífið framhjá og allt verður eitthvað svo skýrt.
Ég gef í og reyni að keyra bílinn áfram án árangurs, þyngdaraflið hefur vinninginn. Ég sé þverhnípið nálgast í baksýnisspeglinum. Ég var bugaður. Þá allt í einu rann það upp fyrir mér, bremsan, af hverju stígurðu ekki bara á bremsuna? Hægri fóturinn brást nánast sjálfvirkt við og dúndraði á bremsuna. Bílinn stoppaði. Ég hætti við að fara upp og gleymdi mikilvæga verkefninu.

Það er á þessu mómentum sem maður lærir að meta lífið.
:: posted by Daniel, 8:50 e.h.

1 Comments:

ótrúlegt hvað þessar bremsur eru hjálpsamar við að stöðva bíla, ótrúlegt alveg...
Blogger ..., at 11:23 f.h.  

Add a comment