Nae git ootay here,
ye plukey-faced wanker!

þriðjudagur, maí 02, 2006

...and world peace

Heyrði því fleygt frá einum af "tse djömans" að heimurinn væri miklu einfaldari og betri ef múrinn hefði ekki fallið. Allt var svo einfalt og þæginlegt í Kalda Stríðinu. Þá voru landamæri skýr og hinumegin við þau bjó óvinurinn. Mismunandi trúarhópar þurftu ekki að lifa í sátt og samlyndi, þeir voru bara óvinir og ekkert ves. Við værum ekkert að tala um 11. sept. eða Al-kæeda (vissara að skrifa þetta ekki rétt svo að CIA fari ekki að fylgjast með síðunni). Við myndum bara lifa okkar hversdagslega lífi og hafa minnstan áhuga á því sem óvinurinn fyrir Austan væri að gera.

Er eitthvað til í þessu? Jú vissulega hefði fólk í Austurhlutanum það alveg ömurlegt, ekkert internet, kókópuffs eða Angelina Jolie. En það skipti engu máli því að þau væru hvort eð er óvinurinn! Minnir mig á stærðfræðitíma hjá Helga Þór í Öldó, ef óvinur þinn hefur það vont þá er það gott, en ef óvinur þinn hefur það gott þá er það vont. Þið vitið, plús og mínus margföldun.
Núna fara landamæri að skipta sífellt minna máli, allir voða kammó flakkandi á milli Austurs og Vesturs. Og hvað? Jú, við okkur blasa óendanleg innflytjenda-vandamál og mannsal. Var ekki níundi áratugurinn bara mikið einfaldari, þá vissirðu alveg hver var óvinurinn og það var bara í góðu lagi, þú þurftir ekkert að mingla. Eða kannski höfum við að bara gott í dag? Pæling.

Helvítis kommúnistar.
:: posted by Daniel, 8:34 e.h.

4 Comments:

þú ert orðinn svo heimspekilegur eftir að þú fórst úr bænum Daníel-san...líkkistuburðurinn hefur greinilega vakið þig til umhugsunar um lífið og tilveruna...

...en góð pæling samt...lífið var víst líka miklu einfaldara í þýskalandi nasismans...þá mátti manni vera illa við gyðinga án þess að vera stimplaður sem fordómafull múslimasleikja...

...eða eitthvað...
Blogger ..., at 10:38 e.h.  
Skil ekki kenningu Helga stærðfræðikennara. Á þetta ekki að vera:

Óvinur + að hafa það gott = vont! Þ.e. mínus og plús gerir mínus.

Óvinur + að hafa það vont = gott!
Þ.e. mínus og mínus gerir plús.

Annars á ég engan óvin til að sannreyna þetta á.
Anonymous Nafnlaus, at 12:09 e.h.  
er Árni ekki erkióvinur þinn Krissi?

...mér skildist það allavega um daginn...
Blogger ..., at 3:06 e.h.  
Nei, hann var erkióvinur minn. Ég ætlaði að sannreyna þessa kenningu (sjá hvort það væri vont ef hann hefði það gott) og bauð honum því upp á ís um daginn. Kom í ljós að hann er fínn gaur, við enduðum meira að segja í bíó.
Anonymous Nafnlaus, at 8:59 e.h.  

Add a comment